Um okkur
EIGNIR & SKIP
Um okkur
Eignir & Skip tekur að sér sölu á fyrirtækjum, fasteignum, skipum og eftir atvikum öðrum eignum. Þá tekur Eignir & Skip að sér ráðgjöf við kaup fyrirtækja, fasteigna og skipa. Ennfremur veitum við ráðgjöf við samruna, skiptingu og aðra umbreytingu rekstrar og rekstrarforma.
Við bjóðum upp á heildstæða þjónustu við kaupendur og seljendur eigna, þ.e. samningagerð, lögfræði- og skattaráðgjöf, aðstoð við fjármögnun og fjárhagslega endurskipulagningu.
Eignir & Skip hafa það að markmiði að einfalda og nútímavæða viðskipti með fasteignir og aðrar eignir án þess að slá nokkuð af þeim gæðakröfum og aðhaldi sem þörf er á við eignaumsýslu.
Ráðgjafar okkar hafa langa reynslu af kaupum og sölu fyrirtækja, fasteigna og skipa og annarra eigna.
Teymið
Andri Gunnarsson
Lögmaður
Bernhard Bogason
Lögmaður, löggiltur fasteigna- og skipasali
Ingvi Þór Georgsson
Viðskiptafræðingur
Sigmar Páll Jónsson
Lögmaður
Arnar Þór Ólafsson
Fjármálaverkfræðingur
Eignir & Skip er í samstarfi við Nordik Lögfræðiþjónustu
www.nordik.is